Um 290 manns að nýta úrræði um hlutabætur í Eyjum

5.Maí'20 | 07:39
vinnumalastofnun

Tölur Vinnumálastofnunar um hlutfall atvinnuleysis í Vestmannaeyjum í mars var 6,4%.

Staða atvinnumála í Vestmannaeyjum eru meðal verkefna sem viðbragðsstjórn bæjarins hefur einbeitt sér að undanfarna daga og vikur. 

Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær hafi góða yfirsýn yfir stöðu atvinnumála í Vestmannaeyjum og fylgist með þróuninni. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Vinnumálastofnun hefur reglulega látið Vestmannaeyjabæ í té upplýsingar um stöðu mála er varða atvinnuleysi og hlutabótaúrræði vegna skerts starfshlutfalls hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Ljóst er á þeim upplýsingum að fjölgun hefur orðið á atvinnuleysi og hlutabótaúrræðunum í mars og það sem af er apríl.

Sjá einnig: Atvinnuleysi eykst í Eyjum og mælist nú 6,4%

Í Vestmannaeyjum eru um 290 manns að nýta úrræði um hlutabætur vegna skerts atvinnuleysis, sem eru 40 fleiri einstaklingar frá miðjum apríl og 121 einstaklingur eru skráðir atvinnulausir samanborið við 100 einstaklinga um miðjan apríl og 50-60 manns í venjulegu árferði. Tölur Vinnumálastofnunar um hlutfall atvinnuleysis í Vestmannaeyjum í mars var 6,4% og spár stofnunarinnar gerir ráð fyrir 12,3% atvinnuleysi í apríl og 10,5% í maí.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.