Þarf að taka afstöðu til ýmissa þátta skýrslunnar

- vinnuhópur kjörinna fulltrúa skipaður til þess að móta tillögur til bæjarstjórnar um starfsemi 3. hæðar Fiskiðjuhússins, sem taka mið af tillögum í skilagrein starfshópsins

4.Maí'20 | 08:04
fiskidj_vigtarh_smabatar

Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn síðastliðinn var til umræðu framtíðarskipan 3. hæðar í Fiskiðjuhúsinu.

Starfshópur sem skipaður var þann 16. janúar sl. um framtíðarskipan starfsemi 3. hæðar Fiskiðjuhússins lagði fyrir bæjarráð skilagrein hópsins þar sem dregnar eru saman tillögur og hugmyndir um starfsemi í húsnæðinu og samantekt á vinnu hópsins.

Sjá einnig: Starfshópur skilar af sér um framtíðarskipan 3. hæðar í Fiskiðju

Fram kemur í bókun bæjarstjórnar að til þess að fylgja eftir skilagrein og tillögum starfshóps um framtíðarskipan 3. hæðar Fiskiðjuhússins þurfi að taka afstöðu til ýmissa þátta skýrslunnar, svo sem ólíkra sviðsmynda, fjárhagslega aðkomu og umfang bæjarins að slíkri starfsemi, kanna áhuga atvinnulífsins og þekkingarsamfélagsins á þátttöku í verkefninu og taka afstöðu til einstakra tillagna um eðli, fjölda og umfang starfa og verkefna í aðstöðunni.

Jafnframt þarf að taka ákvörðun um fyrirkomulag og framhald vinnunnar. Í ljósi þessa ákveður bæjarstjórn að skipa þriggja manna vinnuhóp kjörinna fulltrúa til þess að móta tillögur til bæjarstjórnar um starfsemi 3. hæðar Fiskiðjuhússins, sem taka mið af tillögum í skilagrein starfshópsins. Þar sem málið fellur undir verkefnasvið bæjarráðs verði vinnuhópurinn skipaður bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði, sem skipa jafnframt starfshóp um gerð atvinnustefnu Vestmannaeyjabæjar.

Jafnframt er bæjarstjóra falið að senda iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skilagrein starfshópsins og fylgja sendingunni eftir með samtali við ráðherra um hugsanlega aðkomu ríkisins að samvinnu við sveitarfélagið og atvinnulífið í Vestmannaeyjum um uppbyggingu nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi.

Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn skili fyrstu tillögum til bæjarstjórnar fyrir 28. maí nk.

Var ofangreint samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).