Rúmlega 30 þúsund farþegar farið með Herjólfi það sem af er ári

4.Maí'20 | 12:38
IMG_5269

Rúmlega 7000 færri farþegar ferðuðust með Herjólfi fyrstu fjóra mánuði árins en árið 2019. Ljósmynd/TMS

Herjólfur flutti rúmlega 30 þúsund farþega milli lands og Eyja fyrstu fjóra mánuði ársins. Aldrei áður hefur Landeyjahöfn verið opin eins mikið í upphafi árs og í ár. Á móti kemur hefur kórónuveirufaraldurinn gert það að verkum að aldrei hafa eins fáir farþegar ferðast með Herjólfi í apríl.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs segir að í apríl í fyrra hafi 12.477 farþegar farið með ferjunni, en þá var siglt alla daga í Þorlákshöfn, 2 ferðir á dag að meðaltali. „En í ár með öllum þeim siglingum sem siglt var í Landeyjahöfn fluttum við aðeins 4.958 farþega.” segir Guðbjartur.

Áhrif Covid-19 veirunnar gætir strax og heggur í öll fyrirtæki í Eyjum

Guðbjartur vill vekja athygli á því að samanburðartölur frá fyrir árum eru e.t.v ekki samanburðarhæfar þar sem mun meira var siglt á Landeyjahöfn í ár en undanfarin ár.

Sjá einnig: Aldrei eins mikið siglt yfir háveturinn í Landeyjahöfn

„Febrúarmánuður var t.a.m. mjög góður enda nokkuð mikið siglt á Landeyjahöfn og því mikilvægt að höfnin sé nýtanleg allt árið um kring. Áhrif Covid-19 veirunnar gætir strax og heggur, ekki bara í okkur heldur, í öll fyrirtæki hér í Eyjum.

Í annan stað er Herjólfur ekki eingöngu að flytja farþega þó vissulega sé bæði gaman og gott að sjá samanburð í fjölda farþega milli tímabila þá er ferjan mikilvæg öðrum sem flytja allt sitt með henni.” segir Guðbjartur að endingu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.