Vestmannaeyjabær:

Endurskoða samþykktir Herjólfs ohf.

1.Maí'20 | 13:40
fanar_herj

Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestamannaeyja í gær voru lögð fram drög að breytingum á samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.

Í afgreiðslu ráðsins segr að bæjarráð hafi farið yfir drögin og felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka við þau með hliðsjón af umræðum fundarins og í samráði við bæjarráð að kynna drögin fyrir bæjarfulltrúum og leggja í framhaldinu fyrir bæjarstjórn til samþykktar þann 14. maí nk.

Að kjör stjórnarmeðlima skuli fara fram á bæjarstjórnarfundi

Í bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að hún lýsi yfir ánægju með að til standi að setja inn ákvæði um að kjör stjórnarmeðlima Herjólfs ohf. skuli fara fram á bæjarstjórnarfundi líkt og gert var í upphafi stofnunar félagsins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun meirihluta H- og E- lista í kjölfarið þar sem stjórn Herjólfs ohf. var skipuð einhliða af hálfu bæjarstjóra án aðkomu bæjarstjórnar er enn ámælisverð.

Telja mikilvægt að endurskoða samþykktir félagsins

Í bókun frá Njáli Ragnarssyni og Jónu Sigríði Guðmundsóttur, fulltrúum E- og H-lista segir að stjórnarkjör til stjórnar Herjólfs ohf. hafi tvisvar á kjörtímabilinu farið fram eftir samþykktum félagsins og var verklagið staðfest með lögfræðiáliti á sínum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi í bæði skipti tvo af fimm fulltrúum í stjórn sem sitja þar í dag. Meirihluti E- og H- lista telur mikilvægt að endurskoða samþykktir félagsins, sem samþykktar voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í maí 2018 þar sem ekki er að finna aðkomu bæjarstjórnar að skipun stjórnar.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...