Vestmannaeyjabær:

Endurskoða samþykktir Herjólfs ohf.

1.Maí'20 | 13:40
fanar_herj

Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestamannaeyja í gær voru lögð fram drög að breytingum á samþykktum Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.

Í afgreiðslu ráðsins segr að bæjarráð hafi farið yfir drögin og felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka við þau með hliðsjón af umræðum fundarins og í samráði við bæjarráð að kynna drögin fyrir bæjarfulltrúum og leggja í framhaldinu fyrir bæjarstjórn til samþykktar þann 14. maí nk.

Að kjör stjórnarmeðlima skuli fara fram á bæjarstjórnarfundi

Í bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að hún lýsi yfir ánægju með að til standi að setja inn ákvæði um að kjör stjórnarmeðlima Herjólfs ohf. skuli fara fram á bæjarstjórnarfundi líkt og gert var í upphafi stofnunar félagsins undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Ákvörðun meirihluta H- og E- lista í kjölfarið þar sem stjórn Herjólfs ohf. var skipuð einhliða af hálfu bæjarstjóra án aðkomu bæjarstjórnar er enn ámælisverð.

Telja mikilvægt að endurskoða samþykktir félagsins

Í bókun frá Njáli Ragnarssyni og Jónu Sigríði Guðmundsóttur, fulltrúum E- og H-lista segir að stjórnarkjör til stjórnar Herjólfs ohf. hafi tvisvar á kjörtímabilinu farið fram eftir samþykktum félagsins og var verklagið staðfest með lögfræðiáliti á sínum tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn tilnefndi í bæði skipti tvo af fimm fulltrúum í stjórn sem sitja þar í dag. Meirihluti E- og H- lista telur mikilvægt að endurskoða samþykktir félagsins, sem samþykktar voru í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í maí 2018 þar sem ekki er að finna aðkomu bæjarstjórnar að skipun stjórnar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...