Fréttatilkynning:
Sýnatökur m.t.t. COVID-19
29.Apríl'20 | 16:32Dagana 1. - 3. maí n.k. verður í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu boðið upp á sýnatökur í Vestmannaeyjum fyrir einstaklinga sem ekki hafa verið í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 – á sambærilegan hátt og verið hefur í gangi fyrir einstaklinga sem hafa verið í sóttkví og einangrun.
Um er að ræða rannsókn þar sem tekin eru blóðsýni og háls- og nefkoksstrok. Tilgangurinn er m.a. að skoða betur hversu margir hafa tekið smit, þ.e.a.s. myndað mótefni gegn veirunni sem veldur COVID-19.
Hægt er að bóka tíma á vefsíðunni bokun.rannsokn.is (beinn hlekkur: http://bokun.rannsokn.is/q/
Ekki verður tekið við tímapöntunum í gegnum síma HSU. Sýnatökur fara fram við HSU (heilbrigðisstofnunina) við bílastæði sunnan til (bílastæði á milli Sóla og HSU).
Þeir sem hafa lokið sóttkví/einangrun og eiga eftir að koma í sýnatöku geta haft samband í gegnum tölvupóstfangið eyjaklukk@hsu.is ef þeir vilja fá tíma.
Sumarkveðjur,
Hjörtur Kristjánsson
Umdæmislæknir sóttvarna
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.