Umhverfis- og skipulagsráð:

Ekki eining um nýtt deiliskipulag á athafnasvæði við Græðisbraut

- minnihlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins og dregur í efa að það sé hagur sveitarfélagsins að auka byggingarmagn langt umfram þolmörk ákveðins svæðis innan deiliskipulagsins

29.Apríl'20 | 07:46
IMG_5851

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut, var tekið fyrir að nýju á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku.

Lögð var fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta athafnasvæðis AT-1 og miðsvæðis M-1, dags. 8. júlí 2019. Þá var lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi svæðisins dagsett 20. apríl 2020.

Í niðurstöðu ráðsins segir að vegna breyttra forsenda og breytinga á tillögunni leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að fallið verði frá áður auglýstri tillögu dags. 8 júlí 2019. og ný tillaga, dags. 20. apríl 2020, auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Erindið var samþykkt með þremur atkvæðum H- og E-lista, fulltrúar D-lista sátu hjá.


Fulltrúar D-lista bókuðu vegna málsins: Við vísum í fyrri bókanir okkar frá fundum 315 og 317. Drögum enn og aftur í efa að það sé hagur sveitarfélagsins að auka byggingarmagn langt umfram þolmörk ákveðins svæðis innan deiliskipulagsins og sitjum því hjá í þessu máli.

Fulltrúar E- og H-lista bókuðu á einnig um málið. Meirihluti E- og H-lista hlustar á óskir lóðarhafa. Mikilvægt er að Vestmannaeyjabær standi ekki í vegi fyrir eða hindri að fyrirtæki í Vestmannaeyjum geti stækkað og útvíkkað sína atvinnustarfsemi. Mikilvægt er að öll fyrirtæki geti dafnað vel í okkar samfélagi og hafi tök á því að stækka. Mikil þörf er á því að efla uppbyggingu í atvinnulífinu. Með nýju deiliskipulagi er verið að vinna í að þétta byggð eins og gildandi aðalskipulag, sem samþykkt var í maí 2018, gerir ráð fyrir.

Fulltrúar D-lista bóka: Í sumum tilfellum fara óskir lóðarhafa ekki saman við heildarhagsmuni sveitarfélagsins og gera það ekki að mati undirritaðra á ákveðnu svæði innan þessa skipulags. Hér skortir meirihluta H- og E- lista kjark til þess að taka afstöðu til umdeildra mála og ákveða þess í stað að hleypa öllu í gegn.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...