Börn og reiðhjól

28.Apríl'20 | 10:21
hjol

Ljósmynd/TMS

Lögreglan í Vestmannaeyjum bendir á nýtt ákvæði umferðarlaga um börn og reiðjól. Börn yngri en 9 ára mega ekki fara ein síns liðs um gatnakerfið ef þau þurfa að vera á akbrautum. 

Hjóli börn yngri en 9 ára á milli staða, verða þau að komast leiðar sinnar eftir gangstígum, gangstéttum og gangbrautum og þá er æskilegt að þau reiði hjól yfir gangbrautir. Akbrautir eru bannsvæði, nema undir eftirliti þeirra eldri.

Foreldrar bera að sálfsögðu ábyrgð á börnum sínum og verða að meta hæfni þeirra til að hjóla og hvort þeim sé treystandi til að vera ein á hjóli óháð aldri, segir í færslu á facebook-síðu lögreglunnar.

Ákvæði umferðarlaga sem tók gildi 1. janúar sl. er svohljóðandi:

44. gr. Börn og reiðhjól.
Barn yngra en níu ára má ekki hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
Hjólreiðamaður sem náð hefur 15 ára aldri má reiða börn yngri en sjö ára, enda séu þeim ætluð sérstök sæti og þannig um búið að ekki stafi hætta af hjólteinunum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...