Þyrla sótti veikan sjómann til Eyja

27.Apríl'20 | 00:29
thyrlan

Þyrla Landhelgisgæslunnar á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti á ellefta tímanum í kvöld sjómann af skipi sem hafði verið við veiðar austur af Vestmannaeyjum og flutti til Reykjavíkur.

Sjómaðurinn var veikur og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Eftir að veikindi mannsins komu upp var honum siglt til Vestmannaeyja, þangað sem hann var svo sóttur af Landhelgisgæslunni, að því er segir í frétt á Vísi.is.

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er maðurinn ekki með Covid-19.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...