Ráðast í markaðsátak í ferðaþjónustu

22.Apríl'20 | 09:20
ferdamenn

Ráðast í sérstakt markaðsátak í ferðaþjónustu í ár. Ljósmynd/TMS

Þann 26. mars sl., ákvað bæjarráð að ráðast í sérstakt markaðsátak í ferðaþjónustu í samvinnu við Ferðamálasamtök Vestmannaeyja og fól bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að hafa milligöngu um slíka samninga við Ferðamálasamtökin. 

Í samráði við Ferðamálasamtökin var ákveðið að leita til auglýsingastofunar Hvíta húsið um hönnun og gerð markaðsátaksins og samningur gerður milli Ferðamálasamtakanna og auglýsingastofunnar. Vestmannaeyjabær hefur gengið frá samningi milli bæjarins og Ferðamálasamtakanna um að leggja verkefninu til 12 milljónir kr. gegn mótframlagi Ferðamálasamtakanna að fjárhæð tæpar 1.350 þús. kr. og alls vinnuframlags f.h. verkkaupa. Vinna Hvíta hússins er þegar hafin og gengur vel, segir í fundargerð bæjarráðs.

Í agreiðslu ráðsins þakkar bæjarráð upplýsingarnar og fagnar því að vinna við gerð markaðsátaksins sé hafin, enda rúmast verkefnið innan fjárhagsáætlunar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.