Atvinnuleysi eykst í Eyjum og mælist nú 6,4%

100 skráð stöðugildi atvinnulausra og 250 í hlutabótaleiðinni í Eyjum í mars

21.Apríl'20 | 17:00
folk_blorr

Atvinnulausum fjölgar í Eyjum.

Atvinnuleysi hefur aukist verulega í Vestmannaeyjum, líkt og annars staðar á landinu samhliða útbreiðslu covid-veiru faraldursins.

Samkvæmt upplýsingum á vef Vinnumálastofnunar voru 80 manns á atvinnuleysisskrá í Eyjum í febrúar, en í marsmánuði voru atvinnulausir einstaklingar orðnir 335 talsins. Inn í þessum tölum eru þeir sem hafa nýtt sér hlutabótaleið ríkisins. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ eru í dag um 250 manns að nýta sé hlutabótaleiðina (minnkað starfshlutfall) og eru 100 skráð stöðugildi atvinnulausra. Skráð atvinnuleysi í Eyjum er nú komið í 6,4%.

Skjáskot/Vinnumálastofnun.

Þessu tengt: 74 án atvinnu í Eyjum í janúar

Í skýrslu Vinnumálastofnunnar segir að staða á vinnumarkaði hafi gjörbreyst í marsmánuði sökum þeirra takmarkana sem farið var að setja á öll samskipti fólks samhliða útbreiðslu covid-veiru faraldursins frá lokum febrúar og þarf ekki að tíunda hér frekar. Einkum kom þetta illa niður á fyrirtækjum tengt flugsamgöngum og ferðaþjónustu þar sem komur erlendra ferðamanna lögðust nánast af þegar líða tók á mars og sama er að segja um ferðalög Íslendinga innanlands sem utan.

Almennt atvinnuleysi fór vaxandi strax framan af marsmánuði, en einkum þó þegar líða tók á marsmánuð. Þá tóku gildi lög um minnkað starfshlutfall sem heimiluðu að starfshlutfall launafólks yrði fært niður í allt að 25% starf á móti greiðslum atvinnuleysisbóta sem námu þá allt að 75% hlutfalli á móti launum.

Um 5.200 fyrirtæki nýttu sér þennan möguleika fyrir samtals um 24.400 einstaklinga í marsmánuði og gera má ráð fyrir að allt að 6.500 fyrirtæki muni nýta sér þetta í allt á því tímabili sem þetta verður heimilt, fyrir nálægt 35.000 launþega. Samtals voru um 38.600 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í lok mars, þar af um 24.400 í minnkuðu starfshlutfalli sem fyrr segir og ríflega 14.200 manns að auki á almennum atvinnuleysisbótum.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.