Fjarlægðu um 90.000 rúmmetra af sandi

20.Apríl'20 | 11:08

Dýpkunarskipið TRUD R var við dýpkun í Landeyjahöfn í vetur.

Danska dýpkunarskipið TRUD R var við dýpkun í Landeyjahöfn í febrúar og mars. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk út á að fá það afkastamikið skip til dýpkunar að ef höfnin lokaðist þá myndi það taka mjög skamman tíma að opna hana aftur.

Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá því í morgun að verkefnið hafi kostað rúmar 80 milljónir og á samningstímanum voru fjarlægðir um 90.000 rúmmetrar af efni úr höfninni.

Tilraunaverkefnið var ekki útboðsskylt. Samningurinn gilti frá 15. febrúar og út marsmánuð, þegar umsamin vordýpkun tók við, en íslenska fyrirtækið Björgun ehf. sinnir henni.

„Afköst dýpkunarskips þurfa að vera það mikil að ná megi að opna höfnina á milli lægða en sá tími getur verið mjög stuttur, þess vegna 1-2 dagar. Ölduhæð er oft þannig í Landeyjahöfn að engin dýpkunarskip geta unnið þar og því þarf að afkasta miklu þegar færi gefst. Í þessu verkefni var lagt upp með að velja þannig skip, skip með mjög kraftmiklar vélar og búnað,“ segir í svari Vegagerðarinnar.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var verktakakostnaður 79,5 milljónir króna og mælingar, umsjón og eftirlit kostaði um 5 milljónir króna. Alls voru fjarlægðir um 90.000 rúmmetrar af efni á samningstímanum.

Nánar má lesa um málið hér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).