Segir að ummælin hafi verið oftúlkuð

19.Apríl'20 | 19:53
sigurgeir_br

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að orð hans úr viðtali við Sprengisand á Bylgj­unni hafi verið oftúlkuð.

Í viðtal­inu var Sig­ur­geir spurður hvort hann færi sömu leið og fimm út­gerðarfé­lög, sem ákveðið hafa að draga til baka skaðabóta­kröfu sína á hend­ur rík­inu vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta árin 2011-2014. Svaraði hann því neit­andi.

Sig­ur­geir segir hins veg­ar að þar með sé ekki sagt að fé­lagið hafi tekið ákvörðun um að halda kröf­unni til streitu. „Stjórn­in [Vinnslu­stöðvar­inn­ar] fundaði á föstu­dag um málið. Menn ákváðu að gefa sér tíma í þetta enda ekk­ert sem hleyp­ur frá okk­ur,“ seg­ir Sig­ur­geir í samtali við mbl.is. Eitt eða tvö ár geti liðið þar til dóm­ur fell­ur, ef tek­in er ákvörðun um að halda því áfram. 

Enn hafi sum­sé ekki verið tek­in ákvörðun um hvort Vinnslu­stöðin falli frá skaðabóta­kröfu á hend­ur rík­inu.

Sjá einnig: Vinnslustöðin heldur skaðabótakröfu sinni til streitu

Hæstirétt­ur hef­ur þegar viður­kennt bóta­skyldu ís­lenska rík­is­ins vegna út­hlut­un­ar kvót­ans, sem ekki er tal­in hafa verið sam­kvæmt lög­um. Vinnslu­stöðin ger­ir kröfu um rúm­an millj­arð króna, sem hún seg­ir tjón sitt af lög­brot­inu, en það kem­ur í hlut dómskvaddra mats­manna að skera úr um tjónið.

Aðspurður seg­ir Sig­ur­geir að hann hafi skiln­ing á sjón­ar­miðum þeirra fimm út­gerða sem þegar hafa fellt niður skaðabóta­kröf­ur sín­ar. Sömu­leiðis skilji hann þá sem séu sár­ir og reiðir út í fé­lag hans vegna bóta­kröf­unn­ar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.