Hyggst kæra skipunarferli Dómsmálaráðuneytis
18.Apríl'20 | 11:50Þann 26. mars síðastliðinn var greint frá því að dómsmálaráðherra hefði skipað Arndísi Soffíu Sigurðardóttur sýslumann í Vestmannaeyjum, frá og með 1. apríl sl.
Það tók dómsmálaráðuneytið 21 dag að skila rökstuðningi, en hann barst Ragnheiði í gær, 17. apríl. Ragnheiður segir í samtali við Eyjar.net að þar með hafi ráðuneytið brotið lögbundinn tímafrest sem það hafði skv. 21. gr. stjórnsýslulaga til þess að skila rökstuðningnum. Afsökunarástæður ráðuneytisins, fyrir að rökstuðningurinn barst ekki fyrr var að föstudagurinn langi hafi fallið innan frestsins. „Ekkert i stjórnsýslulögum gerir hins vegar ráð fyrir að fresturinn lengist vegna hátíðis- og stórhátíðisdaga. Og jafnvel þó páskahátíðinni allri frá skírdegi að telja væri haldið utan frestsins, segir Ragnheiður, skilaði ráðuneytið ekki rökstuðningnum innan 14 daga, eins og 21. gr. stjórnsýslulaga mælir fyrir um og braut ráðuneytið því lögin.”
Ragnheiður segist hafa ýmislegt við skipunarferlið í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum að athuga, en ofangreint sé aðeins lítill hluti þess. T.a.m. hafi allt ráðningarferlið dregist von úr viti, en hafi síðan verið keyrt áfram með miklum hraða undir lokin. Umsækjendum var aðeins veittur 4 daga frestur til að andmæla, þegar drög hæfnisnefndar um hvern nefndin mat hæfastan lá fyrir. Beiðni Ragnheiðar um framlengdan frest í 1 viku var hafnað.
Hún segir það að geta lagt fram andmæli og fengið rökstuðning við ákvörðunum stjórnvalda mikilvæg mannréttindi og sér sýnist með ýmsum hætti vera farið að slaka á, í þeim efnum á kostnað einstaklinga, í þjóðfélaginu, í dag.
Ragnheiður staðfestir að fyrst í stað ætli hún að kæra skipunarferlið til umboðsmanns Alþingis og útilokar ekki málssókn að því loknu.
Tags
Sýslumaðurinn
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...