Kom framkvæmdastjóra VSV á óvart

að fimm útgerðir falli frá milljarða kröfum

15.Apríl'20 | 21:40
vsv_2016

Stjórn Vinnslustöðvarinnar fundar á morgun til að fara yfir stöðuna. Ljósmynd/TMS

Það kom framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á óvart að heyra að fimm sjávarútvegsfyrirtæki ætli að falla frá milljarða málsókn gegn ríkinu vegna makrílkvóta. 

Vinnslustöðin er annað tveggja fyrirtækja sem ekki var með á yfirlýsingunni í dag. Hitt er útgerðarfyrirtækið Huginn.

Sjá einnig: Sjávarútvegsfyrirtæki falla frá málsókn um skaðabætur

Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu í dag frá málsókn á hendur íslenska ríkinu og var uppgefin ástæða til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. 

Fara yfir málið á morgun

Í frétt á fréttavef Ríkisútvarpsins segir að forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar fari yfir málið á morgun, en krafa fyrirtækisins er upp á tæpan milljarð. Tilkynningin frá hinum félögunum kom flatt upp á framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

„Já, satt að segja kom mér það á óvart. Ég vissi auðvitað að menn væru að ræða þetta en það kom á óvart að þeir skyldu gera þetta. Við ætlum að taka fund á morgun og fara yfir stöðuna. Þetta er mikilvægt mál,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

Huginn ætlar að halda sinni kröfu til streitu

Haft er eftir Páli Þór Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Hugins, í frétt Rúv í kvöld að fyrirtækið ætli að halda sinni kröfu til streitu. Hún hljóðar upp á rúmar 800 milljónir króna.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.