Skólahald GRV næstu vikurnar

14.Apríl'20 | 11:59
rolad_skoli

Ljóst er að starfsemi og þjónusta GRV verður með breyttu sniði a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi.

Á morgun miðvikudaginn 15. apríl hefst skóli á ný hjá nemendum Grunnskólans í Vestmannaeyjum. Skólahald verður með sama hætti og var áður en farið var í fjarkennslu.

Þetta kemur fram á heimasíðu GRV. Þar segir jafnframt að ljóst sé að starfsemi og þjónusta skólans verði með breyttu sniði a.m.k. á meðan samkomubann er í gildi, eða til 4. maí. Hvað tekur við eftir það, er enn óljóst.

Allt skipulag skólahalds miðast að því að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomubann.

  • Nemendur munu vera 4 kennslustundir á dag í skólanum, 3 klukkutíma. Nemendur verða aðeins í sínum bekk og munu mæta á misjöfnum tíma í skólann. Umsjónarkennari sér um alla kennslu og öll önnur kennsla fellur niður, sem og íþróttir, lotutímar, valáfangar o.fl. 

  • Umsjónarkennarar munu vera í góðu sambandi við sína nemendur og senda frekari upplýsingar til foreldra. Heimanám gæti aukist og þá sérstaklega á unglingastigi, þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með á Mentor. 

Hér má sjá hvenær hver árgangur mætir og lýkur skóla.

 

Tími

Hópur

Inn/útgangur

09:00-12:00 

1. bekkur

vestur inngangur

08:30-11:30 

2. bekkur

vestur inngangur

08:20-11:20

3. bekkur

niðri inngangur

08:40-11.40

4. bekkur

niðri inngangur

08:20-11:20

5. bekkur

miðstigs inngangur

08:30-11:30

6. bekkur 

miðstigs inngangur 

08:20-11:20

7. bekkur 

norður inngangur

11:00-13:55

8.bekkur

suður inngangur

11:10-14:05

9. bekkur

norður inngangur

11:20-14:15

10. bekkur

suður inngangur

Það er mjög mikilvægt að virða tímasetningar og nemendur eiga að mæta á þeim tíma sem þeirra árgangur mætir, hvorki fyrr né seinna. 
 
  • Enginn hafragrautur, ávextir eða hádegismatur verður í boði. Nemendur mæta með nesti sem þeir borða í sínum umsjónarstofum. Matarkostnaður verður felldur niður þessa daga.

  • Engir utanaðkomandi gestir mega koma inn í skólann, sem þýðir að foreldrar mega ekki koma inn í skólann og bendum við ykkur á að hafa samband við kennara eða stjórnendur í gegnum síma eða tölvupóst.

  • Athugið að ef það kemur til mikilla forfalla kennara í skólanum, gæti þurft að senda einstaka bekki/árganga heim.

  • Einnig ef það kemur til hegðunarvandkvæða sem ekki tekst að leysa í kennslustofu, verður hringt heim og foreldrar beðnir um að sækja nemandann. 

  • Það er mikilvægt að halda áfram að fara eftir tilmælum landlæknis. Nemendur með undirliggjandi sjúkdóma og flensueinkenni ættu að halda sig heima og fylgja áætlunum á Mentor. 

Athugið þetta eru skóladagar í apríl:

15.- 17. apríl

20. -22. apríl ( sumardagurinn fyrsti er 23. apríl og starfsdagur 24. apríl).

27. -30. apríl ( á skóladagatali, er 27. apríl starfsdagur, en það er skóli þann dag ).

Tags

GRV

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).