Krefja ríkið um rúmlega 10 milljarða bætur

12.Apríl'20 | 20:15
makrill_asi

Sjö útgerðir krefja íslenska ríkð um bætur vegna makrílkvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011-2018..

Sjö útgerðir krefja íslenska ríkið um sam­tals 10,2 millj­arða króna auk vaxta vegna fjár­­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna makríl­kvóta sem fór ekki til þeirra á árunum 2011 til 2018. 

Ákváðu útgerðirnar að höfða mál eftir að tveir dómar féllu í Hæsta­rétti í des­em­ber 2018 sem sögðu að ekki hefði verið rétt haldið á úthlutun á mak­ríl kvóta. Fyr­ir­tækin sjö eru Gjög­ur hf., Ísfé­lag Vest­­manna­eyja hf., Skinn­ey-­­Þinga­­nes hf., Loðn­u­vinnsl­an hf. og Hug­inn ehf., Eskja hf. og Vinnslu­­stöðin hf.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Þorgerðar K. Gunnarsdóttur um skaðabótakröfur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl.

Eins og áður segir krefjast  útgerðirnar samanlagt 10,2 milljarða króna. Þar af krefst Ísfélag Vestmannaeyja 3,9 milljarða króna og Eskja 2,1 milljarðs. Aðrar útgerðir gera minni kröfur.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...