Átta umsóknir bárust um raðhúsalóðir í Áshamri
9.Apríl'20 | 09:23Átta umsóknir bárust Vestmannaeyjabæ um fjórar raðhúsalóðir í Áshamrinum. Lóðirnar voru auglýstar lausar til umsóknar í lok febrúar.
Sigurður Smári Benónýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi segir í samtali við Eyjar.net að hann geti ekki á þessari stundu gefið upp hverjir hafi sótt um lóðirnar, en lóðunum verði vonandi úthlutað fljótlega eftir páska.
Um er að ræða fjórar raðhúsalengjur með fimm íbúðum hver, samtals 20 íbúðir. Áætlað er að lóðirnar verði byggingarhæfar í júlí 2020, eftir því sem sagði í auglýsingu skipulagsyfirvalda í febrúar síðastliðinn.
Tags
Skipulagsmál
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.