Tilkynning frá umdæmislækni sóttvarna:

Varðandi sýnatökur vegna COVID-19

29.Mars'20 | 15:44
20200319_174607

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Sýnataka fer fram núna eftir hádegi í dag hjá þeim sem sendu inn svör við spurningalista v. COVID-19 sem kynntur var á vefmiðlum í Eyjum í gær. 

Nokkrir einstaklingar sem tóku þátt höfðu ekki samband eða hugsanlega reyndu að hafa samband. Vegna bilunar í símakerfi var ekki unnt að ná sambandi í gegnum símanúmerið 432-2500.  Þegar það uppgötvaðist var boðið upp á að hafa samband í gegnum númer 432-2501 og velflestir fengu þær upplýsingar og hringdu í það númer og fengu tíma. Vegna þessa ætlum við að bjóða þeim sem tóku þátt í spurningasvörun en ekki náðu í gegn/ekki höfðu samband í dag að hafa samband í fyrramálið milli kl. 10 og 12 í símanúmerið 432-2501 og þá fá sýnatöku eftir hádegið.

Fyrirhugað er að bjóða sérstaklega upp á skimun með sýnatöku í hópi eldri borgara á næstu dögum, þ.e.a.s. hjá þeim sem eru með einkenni öndunarfærasýkingar. Fyrirkomulag þeirrar skimunar verður kynnt á morgun.

 

Tags

COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.