Æfðu heima með landsliðinu

#Æfumheima

28.Mars'20 | 10:12
æfingar_heima_hsi

Hafdís Renötudóttir sýnir æfingar í dag ásamt Björgvini Páli. Skjáskot/HSÍ

Í gær fór HSÍ ásamt A landsliði karla og kvenna af stað með átakið #æfumheima fyrir iðkendur í handbolta sem og í öðrum íþróttum. 

Birtar verða æfingar daglega þar sem landsliðsfólkið okkar sýnir æfingar sem iðkendur í handbolta eða almennningur geta á einfaldan hátt gert heima á meðan æfinga- og samkomubann Almannavarna stendur yfir. Æfingarnar verða birtar á samfélagsmiðlum og youtube rás HSÍ og í dag hefur HSÍ sett í loftið æfingar frá markmönnum A landsliða karla og kvenna þeim Björgvini Páli og Hafdísi Renötudóttur.

„Á meðan á verkefninu stendur skorum við á foreldra og almenning að birta sýnar æfingar á samfélagsmiðlum og merkja þær #æfumheima og munum við í næstu viku velja einn heppinn sem fær landsliðstreyju og handbolta að gjöf.” segir í tilkynningu frá HSÍ.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.