Opnunartímar og lokanir stofnana Vestmannaeyjabæjar vegna Covid-19

23.Mars'20 | 18:04
hus_midbaer_bo_cr

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Vísað er til fyrri tilkynninga um lokanir og takamarkanir á opnunartíma stofnana Vestmannaeyjabæjar vegna útbreiðslu COVID-19. 

Að tilmælum almannavarna og sóttvarnalæknis, sem og fyrirmæla aðgerðarstjórnar almannavarna í Vestmannaeyjum, hefur Vestmannaeyjabær brugðist við með ýmsum lokunum og takmörkunum á opnunartímum og þjónustu stofnana, í þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu veirunnar eins og hægt er.

Opnunartímar stofnana eru nú sem hér segir:

Stofnun

Opnunartímar á starfsstöð

Grunnskóli Vestmannaeyja

Fjarkennsla (útfærsla kemur frá skóla)

Víkin 5 ára deild

7:45-15:30 (útfærsla kemur frá skóla)

Kirkjugerði

7:45-15:30 (útfærsla kemur frá skóla)

Sóli

Lokað til 26. mars nk. Opnar 27. mars nk.

Frístund

Lokað. Opið fyrir forgangshópa framlínustarfsfólks

Tónlistarskóli

Fjarkennsla

Sambýlið

Engar heimsóknir leyfðar

Hraunbúðir

Engar heimsóknir leyfðar

Heimaey hæfingarstöð

Engar heimsóknir leyfðar

Endurvinnslan

Lokað

Eldheimar

Lokað

Sagnheimar

Lokað

Bókasafn

Lokað, en útlán á bókum eru í boði í s. 488-2040

Héraðsskjalasafn

Lokað

Bæjarskrifstofur- Bárustíg 15

Lokað

Bæjarskrifstofur- Rauðagerði

Lokað

Bæjarskrifstofur- Tæknideild

Lokað

Höfnin

Enginn opnunartími. Vaktsími hafnarvarða 893-0027

Þjónustumiðstöðin

Enginn opnunartími. Símanúmer 488-2500

Féló (félagsmiðstöðin)

Lokað

Íþróttamiðstöðin

Lokað

Herjólfshöllin

Lokað

Týsheimilið

Lokað

 

 

     

Opnunartímar og þjónusta geta tekið breytingum með litlum fyrirvara.

Hægt er að beina erindum í gegnum síma á hefðbundnum opnunartímum (dagvinnutíma) eða með tölvupósti á postur@vestmannaeyjar.is. Þeim tilmælum er beint til fólks að beina sem flestum erindum með þeim hætti. Hægt verður að hringja á hefðbundinn hátt í gegnum skiptiborð, í síma 488-2000. Ef ekki næst í starfsmann taka þjónustufulltrúar skilaboð.

Fólk er hvatt til að fylgjast með tilkynningum um starfsemi Vestmannaeyjabæjar á vef bæjarins vestmannaeyjar.is

Ákvörðun um skerta opnunartíma stofnana bæjarins á við meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, en ákvörunin er endurskoðuð reglulega.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...