Hluti áhafnar Herjólfs gistir um borð í gamla Herjólfi

23.Mars'20 | 18:18
IMG_4802

Herjólfur III. Ljósmynd/TMS

Nokkrir úr áhöfn Herjólfs hafa flutt tímabundið um borð í Herjólf III. 

Guðbjartur Ellert Jónsson segir í samtali við Eyjar.net að með þessu sé verið að bregðast við þeim aðstæðum sem komu upp þegar staðfest smit kom í leikskóla og skóla. „Áhafnarmeðlimir okkar eru með börn í þessum annars frábæru skólum og því var brugðið á það ráð að halda þessum aðilum frá heimilum sínum þar til staðfesting er komin um að allt sé í lagi.”

Hann segir að það skýrast fljótlega og vonandi geta þeir snúið heim fljótt og tekið fullan þátt í heimilishaldinu að nýju.

Íþyngjandi aðgerðir

„Þetta eru vissuega íþyngjandi aðgerðir en gert í þeim tilgangi að tryggja órofinn rekstur félagsins. Það er aðdáunarvert hvað mikill velvilji og skilningur er til staðar hjá starfsfólki og fjölskyldum þeirra því eðli málsins samkvæmt er ekki síður álag á heimilum starfsmanna okkar en annarra meðan þetta ástand varir.” segir Guðbjartur Ellert.

Þakkar fjölskyldum þessara aðila fyrir skilning

„Það er því kannski ágætt að ég fái að misnota þessa aðstöðu og þakka fjölskyldum þessara aðila fyrir þann skilning sem veittur er. Ég veit að hann er ekki óendalegur og því mikilvægt að okkar starfsfólk geti sinnt sínum fjölskyldum og þeim aðstæðum sem kunna að koma upp á sama tíma og við keppumst við að halda starfsemi Herjólfs í góðu lagi.

Munum svo nálægðina, þvottinn og sprittið og verum vakandi fyrir hvert annað. Við förum í gegnum þetta saman og samstillt.” segir Guðbjartur að endingu.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.