Fjórir úr áhöfn Hrafns Sveinbjarnarsonar fluttir í sóttkvíarhús

20.Mars'20 | 10:23
IMG_9596

Hrafn Sveinbjörnsson GK kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Ljósmynd/TMS

Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi þegar togarinn Hrafn Sveinbjörnsson GK kom til hafnar í Vestmannaeyjum. Tilkynnt var um veika skipverja og var beðið um aðstoð lækna. 

Hjörtur Kristjánsson, sóttvarnarlæknir á Suðurlandi segir í samtali við Eyjar.net að staðan sé sú núna að öll áhöfnin sé í sóttkví.  

Sjá einnig: Viðbúnaður vegna veikra skipverja

„Þeir sem eru veikastir voru fluttir í sóttkvíarhús. Við fluttum 4 skipverja af 26 manna áhöfn í land. Hinir eru í sóttkví um borð.”

Hjörtur segir að alls hafi 17 skipverjar í áhöfn Hrafns veikst síðustu vikuna, flestir með öndunarfæra sjúkdóma. Hann segir að verið sé bíða eftir niðurstöðum úr sýnatökum, sem séu að vænta undir kvöld. Hann ítrekar að ekki sé staðfest smit og mögulega gæti verið um inflúensu að ræða. 

Enn fremur segir Hjörtur að um varúðarráðstöfun hafi verið að ræða, að fara um borð í skipið til að kanna ástand skipverjana í stað þess að fá þá upp á sjúkrahús.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum að tekin hafi verið sýni vegna COVID-19 úr 7 skipverjum.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.