Sóli lokar vegna smits

- opnar aftur föstudaginn 27. mars

19.Mars'20 | 08:48
soli_17

Leikskólinn Sóli. Ljósmynd/TMS

Ákveðið var í gær, í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi, að loka Sóla tímabundið þar sem starfskona á leikskólanum hafði greinst með kórónaveirusýkingu. 

Var þessi ákvörðun tekin í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Rakningarteymið hefur nú unnið úr upplýsingum og haft hefur verið samband við starfskonur Sóla og foreldra þeirra barna sem þurfa að fara í 14 daga sóttkví frá því að mögulegt smit gæti hafa átt sér stað.

Samkvæmt niðurstöðum rakningarteymis fara 27 af 29 starfskonum Sóla í sóttkví og nemendur af einum kjarna. Leikskólinn er því lokaður til og með 26. mars næstkomandi, segir í tilkynningu frá Sóla.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...