Skerða áætlun Herjólfs enn frekar vegna COVID-19

19.Mars'20 | 13:46
IMG_1778

Herjólfur siglir aðeins fjórar ferðir á dag næstu fjórar vikurnar a.m.k. Ljósmynd/TMS

Í dag var tilkynnt um breytta áætlun Herjólfs sem tekur í gildi frá og með morgundeginum, 20.mars og gildir a.m.k. næstu fjórar vikurnar.

Breytingin nú felst í því að búið er að fella niður fyrstu ferð dagsins, sem farið hefur frá Eyjum klukkan 7.00 á morgnana og miðdegisferðina sem farið hefur frá Eyjum kl. 14.30 og frá Landeyjum kl. 15.45. Áður hafði verið tilkynnt um niðurfellingu síðustu ferðar ferjunnar. Eru því aðeins farnar fjórar ferðir á dag hér eftir.

Enn fremur segir í tilkynningunni að í ljósi aðstæðna þurfi að skerða áætlun næstu fjórar vikurnar eða svo. Er það gert til þess að vernda starfsfólk og farþega fyrir þeim vágesti sem er að herjar á okkur og til þess að halda uppi siglingum milli lands og Eyja. Vonast starfsfólk Herjólfs að þessi ákvörðun komi til með að mæta skilningi.

„Enn og aftur viljum við biðla til allra að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og sýna ábyrgð.” segir að endingu í tilkynningunni.

Eftir þessa breytingu eru brottfarartímar Herjólfs í Landeyjahöfn svona:

  • Frá Vestmannaeyjum kl: 09:30, 12:00, 17:00 og 19:30
  • Frá Landeyjahöfn kl:10:45, 13:15, 18:15 og 20:45

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.