Hæfnisnefnd mælir með umsækjenda sem ekki hyggst flytja til Eyja

18.Mars'20 | 14:53
stjornsysl_litil

Aðsetur Sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Dómsmálaráðherra skipaði hæfnisnefnd í janúar sem meta átti hæfni umsækjenda í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum.

Nú hefur hæfnisnefndin skilað af sér til ráðherra. Samkvæmt heimildum Eyjar.net er Arndís Soffía Sigurðardóttir metin hæfust af umsækjendunum fimm.

Fram kemur í umsókn Arndísar Soffíu að hún sé búsett nálægt Landeyjahöfn og kveður hún það vera spennandi kost að fara um þann þjóðveg til og frá vinnu. Þá kveðst hún einnig ætla að hafa aðstöðu til að dvelja í Vestmannaeyjum þegar á þarf að halda hljóti hún embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum.

Á þessu má sjá að Arndís Soffía hyggst ekki flytja til Vestmannaeyja verði hún skipuð í embættið. Taka skal fram að hæfnisnefnd fór yfir umsóknir allra umsækjenda með tilliti til menntunar- og hæfniskrafna eins og þær koma fram í auglýsingu og í lögum. Einnig var horft til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Endanleg ákvörðun er í höndum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Mögulegt er að hún taki með í reikninginn að búseta skipti máli í jafn veigamiklu embætti og hér um ræðir. Eða hvort embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum muni falla undir átaksverkefni ríkisstjórnarinnar um “Störf án staðsetningar”.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.