Fimm smit til viðbótar greind í Eyjum í dag

- eftir daginn eru samtals 133 í sóttkví í Vestmannaeyjum

18.Mars'20 | 23:28
korona_tms_stor

Staðfest smit í Eyjum eru orðin 7 talsins. Ljósmynd/TMS

Í dag greindust 5 einstaklingar með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit hér því orðin 7 talsins. Snemma dags kom í ljós að starfsmaður á leikskólanum Sóla var með staðfest smit og var leikskólanum þá þegar lokað á meðan málið yrði rakið. 

Nú liggur niðurstaða fyrir og vegna smitsins á Sóla eru 55 komnir í sóttkví, þar af eru 27 starfsmenn og 14 börn, segir í tilkynningu á facebook-síðu lögreglunnar.

Þá ber að geta þess að börnin tilheyra einum kjarna leikskólans. Ástæðulaust er að telja að fleiri börn leikskólans hafi verið útsett fyrir smiti enda höfðu verið gerðar ráðstafanir til að takmarka samneyti barnanna á milli deilda. Eftir daginn eru samtals 133 í sóttkví í Vestmannaeyjum. Smitrakning hinna fjögurra tilfellanna er þegar hafin en eitt þeirra varðar aðila sem þegar var í sóttkví.

Þessi vinna á allan hug viðbragðsaðila og allt er gert til þess að reyna að tryggja hag samfélagsins. Við biðlum áfram til Vestmannaeyinga að fara að leiðbeiningum því saman stöndum við sterkari, segir í tilkynningunni.

Tags

COVID-19

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.