Bókasafnið kemur til móts við bæjarbúa

17.Mars'20 | 16:34
safnahus_a

Bókasafn Vestmannaeyja er í Safnahúsinu. Ljósmynd/TMS

Fyrir þau sem þurfa að halda sig heima við þá er góð bók gersemi. Nýr opnunartími Bókasafnsins er milli kl. 13-15 en hægt er að hringja og fá pantaðar bækur milli kl. 9-17. Hægt er að skila bókum allan sólarhringinn í póstlúguna vinstra megin við aðalinngang.

Í ljósi þess að búið er að ákveða skerða opnunartíma Bókasafnsins viljum við koma til móts við bæjarbúa. Við ætlum að bjóða upp á að hægt verði að hringja og taka frá bækur. Starfsfólk safnsins tekur bækurnar til og viðkomandi getur þá skotist inn og sótt bókakostinn á þessum opnunartíma, segir í tilkynningu á facebook-síðu safnsins.

Mælt er með að taka fleiri en færri bækur í einu til að fækka ferðum á bókasafnið á þessum skrítnu tímum. Á meðan þessum skerta opnunartíma stendur þá verða ekki rukkaðar sektir en við viljum benda á að hægt er að hringja og fá lánstíma framlengdan.

Gestir safnsins eru beðnir um að virða fjöldatakmarkanir og að halda hæfilegri fjarlægð milli fólks.

Öllum bókum sem skilað er eru sótthreinsaðar, snertifletir á bókasafninu eru sprittaðir reglulega yfir daginn og starfsfólk gætir fyllsta hreinlætis.
Það verður hægt að hringja til að panta bækur, framlengja lánstíma eða leita upplýsinga milli kl. 9-17 í síma 488-2040, segir í tilkynningunni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.