Bæjarstjóri í sóttkví
17.Mars'20 | 14:06„Þá er komin formleg tilkynning: Ég er komin í sóttkví heima hjá mér og sama gildir um eiginmann og dóttur.” segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í stöðuuppfærslu á facebook-síðu sinni.
Hún segir ástæðuna vera að á laugardagskvöldið hafi vinur þeirra komið í heimsókn sem seinna greindist smitaður. En það er enginn veikur og allir hressir; ennþá að minnsta kosti.
„Ég er búin að koma upp nýrri ''bæjarstjóraskrifstofu'' í Búhamrinum og mun að sjálfsögðu halda áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist og sinni mínum skyldum. Allir fundir í fjarfundarformi eins og undanfarnar vikur.” segir Íris og bætir við:
„Get samt ekki tekið á móti gestum en er alltaf til í símtal. Þetta er veruleikinn sem við búum við í dag!”

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.