Þrettán í sóttkví í Eyjum
15.Mars'20 | 08:48Í lok dags í gær voru þrettán einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum, að sögn Hjartar Kristjánssonar sóttvarnarlæknis á Suðurlandi.
Hörtur segir að enginn með staðfest smit um COVID-19 séu fram komin í Vestmannaeyjum enn sem komið er.
Uppfærsla á áhættumati Sóttvarnlæknis
Síðdegis í gær hækkaði sóttvarnarlæknir áhættumat fyrir Spán, Þýskaland og Frakkland í ljósi útbreiðslu COVID-19 í þeim löndum. Önnur slík svæði eru: Kína, Íran, Suður Kórea, Ítalía og skíðasvæði í Ölpunum.
Ástæða hækkunar á áhættumati er mikil fjölgun sýktra og alvarlega veikra í þessum löndum. Spánn (þar á meðal Kanaríeyjar), Þýskaland og Frakkland teljast því nú til hááættusvæða.
Sóttkví
Íslendingar sem koma frá Spáni og Frakklandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með deginum í dag 14. mars 2020. Farþegar sem koma frá Þýskalandi skulu fara í sóttkví í 14 daga frá og með 12. mars 2020.
Ferðalög
Íslendingum er ráðið frá ferðalögum og Íslendingum á ferðalagi erlendis ráðlagt að íhuga hvort að ástæða sé til að flýta heimför.
Ekki er víst hvaða aðgang og réttindi Íslendingar munu hafa að heilbrigðisþjónustu auk þess sem heilbrigðiskerfi í mörgum ríkjum anna ekki álagi, hvort sem um er að ræða ferðamenn eða þá sem dvelja langdvölum erlendis, segir í tilkynningu á vef Landlæknis.
Tags
COVID-19
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.