HSÍ frestar öllum leikjum ótímabundið
13.Mars'20 | 18:39Handknattleikssamband Íslands sendi frá sér tilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að öllum leikjum á vegum sambandsins hafi verið frestað ótímabundið.
Ákvörðunin er tekin í kjölfar tilkynningu heilbrigðisráðherra í morgun um samkomubann sem tekur gildi á sunnudag.
Fram gat tryggt sér deildartitil kvenna í kvöld með sigri á Stjörnunni en Framkonur verða að bíða líkt og aðrir handboltaleikmenn landsins sem munu ekki spila næstu vikur, segir í frétt á ruv.is.
Tilkynning HSÍ í heild:
Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum í mótum á vegum HSÍ ótímabundið frá og með kl.17.00 föstudaginn 13.mars.
HSÍ ásamt öðrum sérsamböndum fundaði með ÍSÍ í dag og var þessi ákvörðun tekin á stjórnarfundi í beinu framhaldi.
HSÍ mun fylgjast með framgangi samkomubanns stjórnvalda og bregðast við því eftir því sem þurfa þykir.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.