Þrír í sóttkví í Vestmannaeyjum

12.Mars'20 | 22:55
hsu_eyjar

Starfsstöð HSU í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSU segir að miðað við stöðuna í lok dags í dag séu 33 einstaklingar í sóttkví á Suðurlandi.

Skiptingin er þannig að 13 eru í sóttkví á vestursvæði ( í Árborg, Hveragerði, Ölfusi). 11 í uppsveitum Árnessýslu, 6 í Rangárvallasýslu og 3 eru í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Þá segir Hjörtur að nokkrir hafi lokið sóttkví, en ofangreindar upplýsingar eru sem sagt fjöldi þeirra sem eru á núverandi tímapunkti í sóttkví. Hann segir að engin smit séu staðfest á Suðurlandi sem stendur.

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.