Skipulagsráð hlynnt því að gerðar verði íbúðir á annari hæð atvinnuhúsnæðis
9.Mars'20 | 09:12Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var lögð fram fyrirspurn þar sem óskað var eftir heimild til að útbúa fjórar íbúðir á annari hæð atvinnuhúsnæðis að Strandvegi 69-71.
Fram kemur í fundargerðinni að eigendur fasteigna að Strandvegi 65, 65b, 67, 67b og 69 undirriti meðmæli með breytingum á notkun húsnæðis.
Í Niðurstöðu ráðsins um fyrirspurnina segir að ráðið sé hlynnt erindinu með vísan til ákvæða aðalskipulags fyrir svæði AT-5. Í aðalskipulagi stendur m.a að íbúðir séu heimilar á efri hæðum en skilyrt er að á jarðhæð skuli vera atvinnustarfsemi. Núverandi íbúum, væntanlegum íbúum og öðrum hagsmunaaðilum skal vera ljóst hvaða starfsemi á við og við svæðið fylgi umsvif s.s. vegna umferðar, hávaða og lyktar, sem eðlilegt er að fylgi slíkri starfsemi innan þeirra marka sem starfsleyfi geta um.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...