Þjóðaríþrótt Færeyinga frá fornu fari í Sagnheimum

á laugardaginn kl. 13

4.Mars'20 | 14:53
grind_01

Ljósmyndir/aðsendar

Grindhvaladráp hefur frá fornu fari verið nefnt þjóðaríþrótt Færeyinga. Grindin er lítill tannhvalur og er ekki í útrýmingarhættu, enda skipta hvalfriðunarsamtök sér ekki af veiðunum. 

E.t.v. ræður þar mestu að Færeyingar nýta sjálfir, allt sem þeir veiða af grind. Færeyingar hafa haft gott eftirlit með grindveiðunum í gegnum tíðina og til eru skrár yfir allar grindveiðar. Þessu fáum við að kynnast í Sagnheimum á laugardaginn kl. 13. þar sem Baldvin Harðarson heldur fyrirlestur.

Stofnstærðin fylgir ákveðnu lögmáli og nær stofninn hámarki á 110 ára fresti, síðast árið 1980. Grindarformaður er sá kallaður sem sér um skráningu allra grindveiða. Hann sér einnig um að ákveða, hvar grindin er rekin að landi, þegar fréttist af henni við eyjarnar. Eins og sjá má er þetta ábyrgðarmikið starf og að sama skapi eftirsótt. Kosningar á danska þingið eru ekki neitt neitt í augum Færeyinga á móti kosningum grindarformanns. Stundum eru margir tugir manna í framboði og kosningaslagurinn í algleymingi.

Skipt niður á öll heimili

Grindina nýta Færeyingar að öllu leyti sjálfir, eins og áður kom fram. I minni byggðum er veiddri grind skipt niður á öll heimili á staðnum, þannig að allir fái sinn skammt. Í Þórshöfn, fjölmennasta stað Færeyja, gilda eilítið aðrar úthlutunarreglur. Þar fá þeir sem standa í veiðunum sinn skammt og eins geta allir sem vilja, látið skrá sig niður og fá þannig sinn skerf af kjötinu.

„Þegar við komum á staðinn var sjórinn litaður blóði, út eftir öllurn firði, og dýr og menn veltust um í sjónum. Greinilega ekkert kynslóðabil, því sumir þeirra sem við veiðarnar voru, gátu ekki talist háir í loftinu. Grind er drepin bæði fljótt og vel, ein hnífsstunga í öndunaropið og síðan rist á - búið. Sem dæmi má nefna að 154 dýr voru drepin á 9 mínútum í Þórshöfn fyrst í júní. Eftir að búið var að slátra öllum dýrunum,“ segir í frásögn af grindhvaladrápi í Færeyjum.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.