Er formaður bæjarráðs að flytja frá Eyjum?

4.Mars'20 | 15:40
njall_st

Njáll Ragnarsson

Það vakti athygli í dag þegar Sjávarútvegsráðuneytið birti lista yfir umsækjendur um starf fiskistofustjóra að þar á meðal umsækjenda væri Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja og oddviti Eyjalistans.

Höfuðstöðvar Fiskistofu eru sem kunnugt er á Akureyri. Eyjar.net sendi því spurningu á Njál, sem hljóðaði svo: 

Er formaður bæjarráðs að flytja frá Eyjum?

Stutta svarið er að nei, ég hef ekki í hyggju að flytja frá Vestmannaeyjum, enda er hvergi betra að vera en hér!

Fiskistofa er landsbyggðarstofnun sem er staðsett á sex stöðum á landinu. Og í dag er möguleiki á að vinna nánast öll störf hvar sem er, enda er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar talað um störf án staðsetningar. Í því ljósi ákvað ég að sækjast eftir þessu embætti.

Fiskistofa stendur frammi fyrir ákveðnum áskorunum og ég hef áhuga og metnað til þess að leiða stofnunina til framtíðar. Ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig stofnunin eigi að þróast í takt við nútímann og vill leggja mitt af mörkum til þess að hún vaxi og dafni.

En það eru spennandi tímar framundan! 

 

Þessu tengt: Njáll sækir um starf fiskistofustjóra

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.