Að fólk hringi í 1700 - ekki mæta á heilsugæsluna
- Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma
4.Mars'20 | 15:13Heilbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum vill koma því á framfæri til bæjarbúa að um leið og grunur vaknar um að covid 19 veiran sé komin eða nálgist Vestmannaeyjar að fólk hringi í 1700 eða á heilsugæsluna (432-2500). Fólk er beðið um að mæta alls ekki upp á spítala sé grunur um smit.
Mikilvægt er að fólk fylgi ráðleggingum frá heilbrigðisstarfsfólki.
Einkenni kórónaveiru (COVID-19)
Einkenni líkjast helst inflúensusýkingu, hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta. COVID-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.–8. degi veikinda.
Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Veikir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.
Tags
HSUMá bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.