Með fullfermi í 34 tíma túrum
3.Mars'20 | 10:21Skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE og Bergey VE, komu bæði til hafnar aðfaranótt sunnudags með fullfermi eftir stutta veiðiferð.
Skipin létu úr höfn á föstudag og komu til hafnar um 34 tímum síðar. Heimasíða Síldarvinnlunnar heyrði í Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey og spurði hvort þetta væri ekki óvenju góður afli. „Þetta er mjög góður afli og það gekk allt vel í veiðiferðinni. Bæði skipin voru að veiðum á Selvogsbankanum og aflinn var mestmegnis þorskur, gullfallegur vertíðarfiskur. Nú er verið að landa úr skipunum og það er komin skítabræla þannig að við förum ekki út fyrr en seint í kvöld eða á morgun,“ segir Birgir Þór.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...