Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Leggja mikla áherslu á að í Eyjum geti blómstrað öflugt og fjölbreytt atvinnulíf

2.Mars'20 | 07:25
IMG_8762

Bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að í Vestmannaeyjum geti blómstrað öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Ljósmynd/TMS

Atvinnumál voru tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var.

Yfirvofandi loðnubrestur, aukið atvinnuleysi og lausir kjarasamningar gefa tilefni til að taka ástandið alvarlega

Á fundinum lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun þar sem segir að atvinnumál í Vestmannaeyjum líkt og víða séu að taka hröðum breytingum. Afar mikilvægt er að stjórnvöld hverju sinni séu vel á verði og reyni allt sem í þeirra valdi stendur til að berjast fyrir auknum atvinnutækifærum og grípi til aðgerða ef á þarf að halda.

Yfirvofandi loðnubrestur, aukið atvinnuleysi og lausir kjarasamningar gefa tilefni til að taka ástandið alvarlega. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að rekstur sveitarfélagsins sé ekki þaninn út með auknum kostnaði. Góð þjónusta sveitarfélagsins sem byggist á kröftugu atvinnulífi og vel reknu sveitarfélagi undanfarin ár er gott veganesti fyrir þá vinnu sem er í gangi á vegum sveitarfélagsins, sú vinna er mikilvæg fyrir framhald málsins, segir í bókun minnihlutans.

Lykillinn að vaxandi samfélagi

Bæjarfulltrúar H- og E-lista lögðu í kjölfarið fram bókun sem bæjarfulltrúar D-lista tóku undir.

Í bókuninni segir að meirhluti E- og H- lista leggi mikla áherslu á að í Vestmannaeyjum geti blómstrað öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Það er að mörgu að hyggja og er mikilvægt að sú vinna sem nú er hafin við atvinnustefnu og hugmyndavinnu fyrir 3. hæðina í Fiskiðjunni skili okkur umhverfi og stefnu sem hægt verður að byggja á til framtíðar. Það skiptir sveitarfélagið miklu máli að sá mannauður sem er til staðar geti nýtt sér þau tækfæri sem eru til og skapað ný. Það er lykillinn að vaxandi samfélagi.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu.