Formaður bæjarráðs fékk aðsvif á fundi bæjarstjórnar í gær

28.Febrúar'20 | 15:03
njall_i_pontu

Njáll Ragnarsson í ræðustól.

Á fundi bæjarstjórnar í gær gerðist það að Njáll Ragnarsson, oddiviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs fékk aðsvif í ræðustól. Hann þurfti því frá að hverfa í miðri ræðu og gerði forseti bæjarstjórnar hlé á fundi í kjölfarið.

Njáll segir í samtali við Eyjar.net að hann hafi dottið aðeins út, en eftir stutta hvíld hafi hann jafnað sig og náð að klára fundinn. „Ég fór svo upp á spítala í morgun í rannsóknir, sem gáfu til kynna að aðsvifið stafi af streytu og hreyfingarleysi. Ég þarf víst að labba meira en bara til og frá bílnum.” segir formaður bæjarráðs.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum, en umrætt atvik gerðist þegar 3 klukkustundir og 10 mínútur eru liðnar af upptökunni. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).