Verkfall hefði víðtæk áhrif á þjónustu bæjarins

- yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkfallsboðun

21.Febrúar'20 | 16:37
hafnarv_alsey

Hafnarverðir eru meðal þeirra sem fara í verkfall, verði ekki búið að semja. Ljósmynd/TMS

Yfirgnæfandi meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykkti boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

Eitt af aðildarfélögum BSRB er Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar (Stavey). Unnur Björg Sigmarsdóttir er formaður Stavey. Hún segir í samtali við Eyjar.net að í félaginu séu 280 manns. 

87% greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum

„Ekki eru allir sem semja við Samband íslenskra sveitarfélaga, en það er það sem verkfallsaðgerðirnar fjalla um að fyrir ári síðan átti að semja við félagsmenn sem semja við sveitarfélagið en Samband íslenskra sveitarfélaga fer með umboð fyrir öll sveitarfélög á landinu. Á kjörskrá hjá Stavey voru 145 og alls kusu 112, já sögðu 98, nei sögðu 11 og 3 skiluðu auðu kjörsókn hér var 77.2%.

87% sögðu því já við verkfallsaðgerðum sem munu taka gildi að miðnætti þann 9. mars og vara í tvo daga, næstu tveir dagar yrðu svo 17-19 mars 24-25 mars 26-27 mars 31-mars-2 apríl og svo ótímabundið verkfall frá 15 apríl.”

Myndi hafa gífurleg áhrif á okkar samfélag

Hjá Vestmannaeyjabæ myndi þetta hafa gífurleg áhrif á okkar samfélag, segir Unnur. „Starfsheiti félagsmanna sem þetta tekur til er m.a hafnarverðir (ekki siglir Herjólfur án þeirra). Starfsfólk íþróttamiðstöðvar (ekkert starfsfólk - engin starfsemi). Stuðningsfulltrúar, skólaliðar, starfsfólk  á leikskólum, starfsfólk á Hraunbúðum í ólíkum störfum, heimilshjálp, frístundaverið, félagsmiðstöðina, starfsfólk á hæfingarstöð, sambýlið, bókasafnið og svo er starfsfólk ráðhússins einnig félagsmenn.

Mestu áhrifin tel ég verða hjá hafnarvörðum, starfsfólki leikskóla, sambýli, skóla, íþróttahúss og í umönnun á Hraunbúðum.”

Erum tilbúin í aðgerðir

„Auðvitað vonum við að ekki þurfi að beita verkfallsboðun, enda lítið útistandandi til að klára kjarasamninginn. En til að gera það þurfa viðsemjendur okkar að hittast og klára það sem útaf stendur. Ef það gengur ekki upp erum við tilbúin í aðgerðir og það finnst félagsmönum líka, enda varð yfirburða kosning á landsvísu. Svona framkoma er engan veginn ásættanleg, við viljum kjarasamninga STRAX.” segir Unnur.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.