Fjalla um þjóðarsjóð á meðan dreifikerfi rafmagns er í lamasessi

- það getur ekki verið rökrétt, segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar

19.Febrúar'20 | 06:59
sigurgeir_br

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

„Þetta er auðvitað óviðunandi staða.” segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar aðspurður um stöðuna sem upp kom um helgina þegar raforkukerfið brást.

„Við höfum lengi búið við takmarkaða orku til Eyja, fyrst vegna takmörkunar á flutningsgetu strengsins milli lands og Eyja. Úr því var bætt með nýjum, afkastameiri streng. En þá er ófrágengin aukin flutningsgeta frá Hvolsvelli niður í Rimakot.

Nú er verið að fjalla um þjóðarsjóð með dreifikerfi rafmagns í lamasessi, ekki bara til Eyja heldur víða um land. Það getur ekki verið rökrétt.” segir Sigurgeir Brynjar.

„Ég held að allir Eyjamenn geri sér grein fyrir alvarleikanum sem felst í þessu. Öflugt atvinnulíf er forsenda búsetu og atvinnulíf án rafmagns gengur ekki í dag. Gildir þá einu hvort við erum á loðnuvertíð eða ekki. En vissulega yrði tjónið gríðarlegt ef við myndum upplifa rafmagnsleysi á loðnuvertíð.  Það tjón yrði ekki bara sjávarútvegsfyrirtækjanna, heldur líka starfsmanna þeirra, sveitarfélaga og ríkis og því þjóðarinnar allrar.”

 

Þessu tengt:

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...