Fjalla um þjóðarsjóð á meðan dreifikerfi rafmagns er í lamasessi

- það getur ekki verið rökrétt, segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar

19.Febrúar'20 | 06:59
sigurgeir_br

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson

„Þetta er auðvitað óviðunandi staða.” segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar aðspurður um stöðuna sem upp kom um helgina þegar raforkukerfið brást.

„Við höfum lengi búið við takmarkaða orku til Eyja, fyrst vegna takmörkunar á flutningsgetu strengsins milli lands og Eyja. Úr því var bætt með nýjum, afkastameiri streng. En þá er ófrágengin aukin flutningsgeta frá Hvolsvelli niður í Rimakot.

Nú er verið að fjalla um þjóðarsjóð með dreifikerfi rafmagns í lamasessi, ekki bara til Eyja heldur víða um land. Það getur ekki verið rökrétt.” segir Sigurgeir Brynjar.

„Ég held að allir Eyjamenn geri sér grein fyrir alvarleikanum sem felst í þessu. Öflugt atvinnulíf er forsenda búsetu og atvinnulíf án rafmagns gengur ekki í dag. Gildir þá einu hvort við erum á loðnuvertíð eða ekki. En vissulega yrði tjónið gríðarlegt ef við myndum upplifa rafmagnsleysi á loðnuvertíð.  Það tjón yrði ekki bara sjávarútvegsfyrirtækjanna, heldur líka starfsmanna þeirra, sveitarfélaga og ríkis og því þjóðarinnar allrar.”

 

Þessu tengt:

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).