Ein frá ÍBV í U-19 landsliðshópi Þórðar

17.Febrúar'20 | 13:12

Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp fyrir þrjá æfingaleiki á La Manga, Spáni. Liðið mætir Sviss 5. mars, Ítalíu 7. mars og Þýskalandi 9. mars. ÍBV á einn fulltrúa í hópnum.

Það er markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sem kom á dögunum á láni til knattspyrnudeildar ÍBV. Ferðin er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM 2020, en Ísland er þar í riðli með Skotlandi, Rúmeníu og Hollandi og er leikið í apríl.

 

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.