Myndband

Blátindur sökk í Vestmannaeyjahöfn

14.Febrúar'20 | 10:28
blat_helgi_th

Reynt að bjarga Blátind. Ljósmyndir/H.R. Tórz

Vél­bát­ur­inn Blát­ind­ur VE 21 sökk í morgun í Vestmannaeyjahöfn. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar gerðu hvað þeir gátu til að halda bátnum á floti en allt kom fyrir ekki. Hann fór niður við Skipalyftukantinn. 

Blátind hafði verið komið fyrir í stæði á Skans­svæðinu í Vest­manna­eyj­um vorið 2018, þar sem hann var hafður til sýnis.

Áhuga­manna­fé­lag um varðveislu Blát­inds lét gera bát­inn upp og af­henti hann menn­ing­ar­mála­nefnd Vest­manna­eyja til varðveislu á sjó­mannadag 2001. Bát­ur­inn var á floti en síðan tek­inn upp og hef­ur hann staðið á þurru í Vest­manna­eyj­um í tæp tvö ár og látið tals­vert á sjá.

Vélbáturinn Blátindur VE 21 var byggður í Dráttarbraut Vestmannaeyja h. f. og lauk smíði hans í júlí 1947. Skipasmíðameistari var Gunnar Marel Jónsson, en hann var þjóðkunnur fyrir vélbáta sína. Smíði bátsins var hluti af raðsmíði fiskiskipa fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar til endurnýjunar á fiskiskipaflota þjóðarinnar í stríðslok.

Þegar Blátindur hljóp af stokkunum var hann með stærstu og glæsilegustu fiskiskipum í Vestmannaeyjum. Báturinn var gerður út frá Eyjum til ársins 1958, en þá var hann seldur burt og gerður út frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa sumrin 1950 og 1951 og var þá búinn fallbyssu.

Nánar má lesa um sögu þessa merka báts hér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...