Rekstur Hraunbúða þungur

10.Febrúar'20 | 11:20
hraunbud_skilti

Hraunbúðir. Ljósmynd/TMS

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar og deildarstjóri málefni aldraðs fólks kynntu stöðu Hraunbúða á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðustu viku.

Í niðurstöðu málsins segir að umræddir starfsmenn hafi farið yfir stöðuna á rekstri og framtíðarskipan mála. Þá segir að ljóst sé að rekstur Hraunbúða er þungur og mikilvægt að vera vakandi fyrir leiðum til að bæta reksturinn en um leið tryggja áframhaldandi góða þjónustu.

Um 85 milljónir umfram ríkisstyrk í fyrra

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyja segir í samtali við Eyjar.net að reksturinn á Hraunbúðum sé erfiður og þarf Vestmannaeyjabær að setja orðið meiri og meira fjármagn í reksturinn þrátt fyrir að ríkið beri ábyrgð á fjármögnunni.

„Á síðasta ári áætlaði Vestmannaeyjabær um 45 milljónum með rekstrinum en raunstaðan verður líklega um 40 milljónum hærri eða um 85 milljónir. Erfitt er að fá ríkið til að semja við rekstraraðila dvalar- og hjúkrunarheimila á landinu um raunhæfa fjármögnun miðað við þær kröfulýsingar sem það gerir til þjónustunnar.  Við erum að skoða leiðir til að ná fram hagræðingu í rekstri án þess að skerða þjónustuna. Hugmyndavinnan er í gangi og viðræður við heimilisfólk og starfsmenn framundan. Vestmannaeyjabæ þykir vænt um Hraunbúðir enda heimili fólks sem rutt hefur brautina. Við viljum standa vel að þjónustunni og vanda til verka.” segir Jón.

Samningsstaða hjúkrunarheimila gagnvart ríkinu var engin

Aðspurður segir Jón um hvort ekki hafi nýverið verið skrifað undir nýjan samning kveður hann svo vera. Gerður var samningur til tveggja ára.

„Ástæða þess var að á samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (sem eru okkar samningsaðilar) og Samband íslenskra sveitarfélaga var ákveðin pressa sem ríkið setti á þá og fram kemur í meðfylgjandi bréfi (yfirlýsingu). Ef ekki hefði verið skrifað undir hefði ríkið ekki greitt út 216 milljónir af fjárveitingu sem ákvörðuð var í fjárlögum fyrir árið 2019 til reksturs hjúkrunarheimila. Í ljósi þess að óljóst var með einingarverðhækkanir og aðrar greiðslur á árinu 2020, ef ekki yrði samið og að SÍ myndi hugsanlega setja heimilunum gjaldskrá var ákveðið að skrifa undir samning til tveggja ára. Samningsstaða hjúkrunarheimila gagnvart ríkinu var engin. Afstöðumunur samningsaðila við samningsvorðið er mikill og aflsmunar beitt.” segir Jón.

Hann segir nýjan samning leiða til einhverrar hækkunar á milli ára en engan veginn til að mæta þeirri þörf sem er hjá okkur eða öðrum hjúkrunarheimilum á landinu.

   
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.