Verkefnastjórn skipuð vegna viðbyggingar Hamarsskóla
4.Febrúar'20 | 18:24Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að bæjarráð tæki að sér verkefni bygginganefndar vegna undirbúnings og framkvæmda við viðbyggingu Hamarsskóla. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag.
Í fundargerð ráðsins segir að byggingarnefndin hafi loka ákvörðunarvald varðandi verkefnið. Bæjarráð telur mikilvægt að sett verði saman verkefnastjórn sem heldur reglulega fundi og hefur ákvörðunarvald um framkvæmd verkefnisins, yfirfer stöðuskýrslur frá eftirlitsaðila, fær tilkynningar um frávik í verklegum framkvæmdum o.s.frv. Sömuleiðis að skipaður verði verkefnastjóri sem er í samskiptum við hönnuði og verktaka á verkstað, tekur ákvarðanir um minniháttar frávik og upplýsir reglulega framkvæmda- og hafnarráð.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir að skipa eftirfarandi aðila í verkefnastjórn yfir verkinu:
- Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
- Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri
- Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, sem jafnframt verður verkefnastjóri.
- Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs
- Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.