Enn sumarlokanir á sjúkradeild HSU

4.Febrúar'20 | 18:14
hsu_eyjum

Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðu sjúkradeildar HSU. ljósmynd/TMS

Staða HSU í Vestmannaeyjum var rædd á fundi bæjarráðs í dag, og var Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Áður hafði bæjarstjórn Vestmannaeyja ályktað um málið þar sem lýst er yfir áhyggjum af því að enn, í enda janúar sé sumarlokun á hluta rýma á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum og óskar eftir því að forstjóri HSU mæti til fundar við bæjarráð til að ræða stöðuna á stofnuninni eins fljótt og auðið er.

Ekki virðist vera vilji til þess að opna rýmin aftur

Í niðurstöðu bæjarráðs í dag ítrekar ráðið mikilvægi þess að þau rými sem eru á sjúkradeild HSU séu opin. Sumarlokanir eru enn í gangi hjá stofnuninni og ekki virðist vera vilji til þess að opna þau aftur. Í dag eru 19 rúm opin á deildinni en eiga að vera 21. Bæjarráð lýsir áhyggjum af stöðunni og leggur þunga áherslu á að þau rými sem ætluð eru á deildinni séu opin.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...