Flytja í Klettsvík með vorinu

3.Febrúar'20 | 07:26
mjaldrar_you_tube

Mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá.

Eftir um sjö mánuði í sóttkví eru mjaldrasysturnar í Vestmannaeyjum að verða tilbúnar í saltan sjó. Fyrst þurfa þær að venjast helmingi kaldara vatni. Þær flytja í hvalalaugina með vorinu.

Eftir um sjö mánuði í sóttkví eru mjaldrasysturnar í Vestmannaeyjum að verða tilbúnar í saltan sjó. Fyrst þurfa þær að venjast helmingi kaldara vatni. Þær flytja í hvalalaugina með vorinu. Frá þessu er greint á frétt á fréttavef RÚV.

Þær verða fluttar í sérútbúna hvalalaug í Klettsvík þar sem Keikó heitinn dvaldi. „Við stefnum á apríl/maí og fylgjumst vel með hvað líðan þeirra segir okkur,“ bætir Audrey við.

Pláss fyrir 12 hvali í Klettsvík

Laugin sem þær eru í núna er fjögurra metra djúp, svipuð þeirri kínversku. Það er að mörgu að huga fyrir flutninginn. Vatnið þarf að vera nærri helmingi kaldara en þær áttu að venjast í Kína. Það er gert í litlum skrefum.

Systurnar fá þjálfun í að fara í börurnar sem eru notaðar til að flytja þær og í því að vita hvenær umsjónarmenn þeirra eru komnir að vitja þeirra. „Þær fá hljóðmerki sem fer ofan í vatnið. Þær fá að venjast því. Svo þarf að venja þær við að sjá hluti eins og þara og steina sem verða hluti af daglegu lífi þeirra í víkinni,“ segir hún.

Hún segir að aðlögunartíminn sem systurnar hafa fengið hafi verið þeim mikilvægur og að þeirra velferð sé alltaf í fyrsta sæti. „Tækifærið fyrir þær til að lifa eðlilegra lífi í ríflega þrjá áratugi er þess virði.“

Talið er að um 300 mjaldrar séu í haldi um allan heim við mjög misjafnar aðstæður. Í kvínni í Klettsvík á að vera pláss fyrir 12 hvali. „Pælingin að fleiri geti komið hingað og slegist í hóp með Litlu hvít og Litu grá væri algjörlega frábært.“

 

Ruv.is

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is