Samþykkt að skipa verkefnastjórn vegna skólabyggingar

29.Janúar'20 | 06:58
hamarsskoli

Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja fyrir helgi var lögð fram tillaga um að bæjarstjórn samþykki að bæjarráð yfirtaki verkefni bygginganefndar um viðbyggingu Hamarsskóla.

Einnig kom fram breytingartillaga frá bæjarfulltrúum D-lista. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja eðlilegt að aðili með sérþekkingu á skólamálum og starfsemi GRV sitji í byggingarnefnd og óska því eftir að skólastjóri GRV sitji auk fyrrgreindra aðila í nefndinni, mikilvægt er að hlutverk nefndarinnar verði vel skilgreint og nefndarmenn starfi samkvæmt erindisbréfi.

Breytingartillagan Sjálfstæðisflokksins var felld með 4 atkvæðum H- og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Þá lagði meirihluti H- og E-lista fram breytingartillögu, þar sem segir að bæjarstjórn samþykki að bæjarráð yfirtaki verkefni bygginganefndar. Í framhaldinu mun ráðið skipa verkefnastjórn yfir verkefninu þar sem lagt verður til að skólastjóri GRV eigi sæti í.

Breytingartillagan var samþykkt með 4 atkvæðum H- og E-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá, Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað óskað eftir því að hlutverk byggingarnefndar verði vel skilgreint og kallað eftir slíkum upplýsingingum ásamt því að upplýsingar um starfskjör nefndarmanna verði veittar og hvort að flokkurinn eigi að tilnefna fulltrúa. Bæjarfulltrúar meirihlutans hafa hins vegar látið hjá líða að svara og upplýsa bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um slíkt fyrr en á síðustu stundu. Slík hegðun er ámælisverð og ekki til þess fallin að auka traust eða samvinnu á milli kjörinna fulltrúa.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).