Gísli Stefánsson skrifar:

Er þessi fjölmiðill hlutlaus?

28.Janúar'20 | 10:24
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Fjölmiðlar hafa fjórða valdið eins og það er kallað. Vald til að halda aftur af valdaöflum og stjórnvöldum með frjálsri og opinni fjölmiðlun. Frjáls og opin fjölmiðlun er þó ekki samnefnari yfir hlutlausa fjölmiðlun.

Ræturnar

Fjölmiðlun á Íslandi á sér mjög sterkar rætur í útgáfu flokksblaða sem er eins langt frá hlutlausri fjölmiðlun og mögulegt er. Þessu hefur verið reynt að breyta af ýmsum ástæðum frá því á seinni hluta 20. aldar og hefur það að mínu viti ekki tekist enda nær ómögulegt.

Draumsýn

Hlutlaus fjölmiðlun er draumsýn í mínum huga því á bakvið hvern fjölmiðil er lifandi fólk. Ekkert af þessu fólki ætti heima á miðlunum nema það hefði skoðanir á samfélaginu og hefði áhuga á að fjalla um mál líðandi stundar. Skoðanir þeirra eru svo litaðar af umhverfi og samfélagi hvers og eins líkt og allra annara.

Þetta er list

Fjölmiðlun er þvi í mínum huga eins og list. Við horfum á aðferðafræði og stíl fjölmiðlamanna og ákveðum hvort okkur líki hann eða ekki, líkt og þegar við hvorfum á málverk og metum stíl og efnistök málarans. Við veljum svo það sem okkur líkar best við.

Verið beitt í umfjöllun

Hér í bæ er ýjað að því að tilteknir fjölmiðlar séu ekki nægilega hlutlausir í efnistökum sínum. Ég hvet alla fjölmiðla hér í bæ að hafa sinn stíl og halda áfram á sinn hátt að tækla þau mál sem þeim þykir mikilvægust. Það er alltof mikið af því að stofnanir samfélagsins þori ekki að taka afstöðu í erfiðum málum af ótta við að styggja einhvern. 

 

Gísli Stefánsson
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...