Vestmannaeyjabær:

Skoða frekar þátttöku í samvinnuverkefni héraðsskjalasafnanna á Suðurlandi

26.Janúar'20 | 06:50
safnahu

Safnahús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Tillaga héraðsskjalavarða um sameiningu fjögurra skjalasafna á Suðurlandi var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs.

Í fundargerð kemur fram að bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs hafi átt fund með Þorsteini Tryggva Mássyni, héraðsskjalaverði Árnesinga, sem leitt hefur umræðu um sameiningu héraðsskjalasafna á Suðurlandi.

Hugmyndin um sameiningu kom upphaflega frá honum og kviknaði í kjölfar skýrslu Þjóðskjalasafns um stöðu héraðsskjalasafna. Eftir samráð og fundi með fulltrúum annarra sveitarfélaga á Suðurlandi hafa töluverðar breytingar orðið á upphaflegri tillögu, einkum vegna kostnaðarþátttöku ríkisins, sem hefði minnkað með sameiningu, kostnaði við að byggja miðlægt skjalasafn, hugsanlegum fækkunum starfa og söfnun muna á einn stað.

Breytingin er á þá leið að nú hafa héraðsskjalasöfnin í Rangárþingunum tveimur, vestur Skatfafellssýslu og Árnessýslu ákveðið að reka áfram sömu héraðsskjalasöfn, nema með einum forstöðumanni þar sem Þorsteini Tryggva hefur verið falið að veita söfnunum forstöðu. Kostnaðarhlutdeild ríkisins verður óbreytt og munu sveitarfélögin deila kostnaði við laun forstöðumanns, sameiginlegan vef og upplýsingakerfi.

Safnmunir verða áfram á hverju héraðsskjalasafni fyrir sig, en myndir teknar af hverjum safnmun (t.d. fundargerðarbókum) og komið fyrir á sameiginlegum vef. Hagræðingin felst aðallega í faglegu samstarfi héraðsskjalasafnanna, sameiginlegri yfirstjórn og sameiginlegum upplýsingakerfum. Fyrirkomulag aðfangabóka verður óbreytt, en einum starfsmanni bætt við til að sinna þeim málum í fullu starfi. Ákveðið hefur verið að laun hans verði greidd af sveitarfélögunum í Rangarþingi og v. Skatfafellssýslu. Vestmannaeyjabæ býðst að taka þátt í þessu samstarfi héraðsskjalasafnanna á Suðurlandi, en engin þrýstingur er af þeirra hálfu.

Í niðurstöðu segir að bæjarráð hafi ákveðið að skoða frekar þátttöku í samvinnuverkefni héraðsskjalasafnanna á Suðurlandi á sömu forsendum og önnur sveitarfélög í verkefninu, þar sem áfram er tryggt starf skjalavarðar í Vestmannaeyjum, safnmunir Vestmannaeyinga geymdir í Eyjum og fagleg samvinna efld.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.